Ég er að spá í að fá mér nýtt sett í sumar. Ég er gítarleikari og hef verið að leika mér á handónýtu setti núna í örfáa mánuði og hef tekið alveg heilmiklum framförum (þótt ég segi sjálfur frá…).
Nú, á sumrin á maður það oft til að eiga svolítinn pening og þetta sumarið langar mig að fá mér ódýrt en helst nýtt sett (má vera notað, endilega komið með tilboð).
Ég er að leita að setti á verðbilinu 50 - 80 þúsund. Ég spila mest Metal, Death Metal, Jazz, Blues o. fl. Ég myndi segja mest í Death Metal.
Þær kröfur sem ég hef er að settið þarf að vera sánda vel, “þétt” og fínt, en það má alveg vera flott í leiðinni, ef það er hægt. =Þ
Sonor Force 1007 er undir smásjánni hjá mér þessa stundina en ég veit voðalega lítið um trommur og hef prófað svona 3 trommusett í gegnum ævina.
Endilega komið með hugmynd/hugmyndir af setti sem uppfyllir allar mínar kröfur. - Hvað finnst ykkur best? Hvað er ódýrast? Er Sonor drasl? Tjáið ykkur!
Seinast en ekki síst, er ég að leita mér af ódýrum cymbölum fyrir sumarið og þeir sem ég hef séð ódýrast eru Bosphorus í Tónabúðinni. Þeir eru víst frá Tyrklandi og eru handhamraðir og handsmíðaðir. Eru þeir drasl? Hefur einhver reynslu af þeim? - Enn og aftur tjáið ykkur, ég veit ekki mikið um þetta og vil verða fróðari! =)
Fyrirfram þakkir, Sindri.