Jæææja, þannig er mál með vexti að ég er að fara að fermast og fer til New York beint eftir ferminguna mína. Ég ætla að kaupa mér einhvern góðan gítar og ég hef verið að skoða nokkra. Ætla að kaupa mér gítar fyrir svona 80-100 þúsund.

Ég var að skoða á Music123.com gítara og hvort haldiði að sé sniðugra að kaupa sér gítar þaðan og láta senda hann til bróður míns (sem býr í New York) eða bara kaupa mér gítar í einhverri búð þarna?

Já ég hef verið að skoða einhverja gítara og ég rakst á þennan : http://www.music123.com/Gibson-Exclusive-SG-Standard-in-Classic-White–Solid-Body-Electric-Guitar-(Closeout)-i753969.music
Haldiði að hann sé góður og hvað þýðir Closeout?


Ég er mest að spila Indie og svona klassískt eins og Pink Floyd og Led Zeppelin og allt það dæmi og ég á bara einhvern drasl byrjendagítar.
Mæliði með einhverjum öðrum gítar í það á svipuðu verði?

Eigiði einhvern alveg rosalega góðan gítar og spiliði svipaða tónlist og ég og eru á milli verðinu 80-100 þúsund. Segiði mér það þá ;)


og já btw, hverjar eru svona bestu og flottustu gítarbúðirnar í New York? Veit allaveganna um Guitarcenter?

Takk fyrir!