Þeir eiga að vera flottir og einfaldir í senn
Meirihluti þjóðarinnar styður líka sjálfstæðisflokkin (reyndar ekki í augnablikinu), ætti þá ekki að vera sungið um hann líka í þjóðsöngnum, meirihluta þjóðarinnar finnst Prins Pólo súkkulaði vera gott er þá ekki bara málið að hafa eitt vers um það?
Ástæða þess að svo margir eru í Þjóðkirkjunni er að fólk er átómatískt skráð í hana við fæðingu, eða skráð í trúfélag móður sem í flestum tilfella er í Þjóðkirkjunni, fólk er síðan ekkert að pæla í þessu og skráir sig þar af leiðandi aldrei úr henni, því er einfaldlega sama. Kirkjusókn á Ísland er með því lægsta í Evrópa, ef það er eitthvað sem Íslendingar eru ekki að þá eru þeir trúræknir.
Og þó svo að 99% þjóðarinnar væri í þjóðkirkjunni réttlætir það ekki að neita þessu 1% þann rétt að fá að syngja þjóðsöng sinn.