Það er hægt að fá PRS McCarty með eftirtöldum frávikum frá venjulegum McCarty:
Option: 10 top flame
Option: Abalone bird inlays
Option: Gold hardware
Option: East Indian rosewood neck
Hver auka “option” bætist ofan á verðið á venjulegum McCarty. Fyrstu þrjú atriðin eru bara útlitsleg og hafa engin áhrif á hljóminn. Fjórða atriðið hefur áhrif á hljóminn (góð að flestra mati) og svo er einstaklega gott að spila á ólakkaðan olíuborinn rósavið.
Til að gefa einhverja hugmynd um verð þá er/var til einn McCarty í Tónastöðinni sem kostar um 280.000 kr. Þessi gítar er með “10 top flame” en ekki rósaviðarhálsi. Minn gítar er hinsvegar ekki “10 top flame” en hann er með rósaviðarhálsi.
Ég veit ekki hver verðmunurinn er á “10 top flame” og “East Indian rosewood neck” en ég get ímyndað mér að hann sé ekki mikill.