Ég hef nú ekki reynslu þessum gítar nei.
Hafið þið reynslu af gítarnum black cherry? les paul gítar en veit ekki hvrt það sé feik eða alvöru gibson.
Þetta er augljóslega ekki Gibson, en ég myndi ekkert endilega kalla þetta feik. Það eru mörg fyrirtæki sem framleiða gítara sem hafa Les Paul lookið. Þetta tiltæka heitir Agile en ég kannast ekki við það. Þetta er held ég frekar óþekkt merki og þegar merkið er óþekkt og verðið er mjög lágt á það oft samleið með lélegum gæðum, en ekkert endilega alltaf.
Er óhætt að versla gítara á ebay?
Veistu ég hef ekki hugmynd um það þannig séð, hef aldrei verslað þar, en ég get sagt þér eitt; ef það væri ekki óhætt að versla hluti á eBay þá væru þeir aldrei jafn stórir og þeir eru í dag.
Er til einhver sérstök síða þar sem eru gítarar fyrir örvhenta?
Það held ég alveg örugglega ekki en þú getur að öllum líkindum fundið undirsíðu hjá hverjum framleiðanda þar sem er að finna gítara fyrir örhenta.
Og er hægt að láta smíða fyrir sig gítar og vitið þið hvað það kostar?
Ég veit ekki betur en það sé dýrt, þegar þú ert að koma með sérþarfir ertu að bæta miklum peningum ofan á verð gítarsins, eða það held ég allavega alveg örugglega.
Spurning er hvernig gítar þú ert að leita að, ef þú ert að leita að Les Paul þá sting ég upp á Epiphone. Það er ekki feik eins og þú vilt kannski halda heldur meira eins og eftirlíking. Epiphone er rekið af Gibson og eru það fínustu gítarar.
Ég keypti mér Epiphone Les Paul Elite(dýrari útgáfa af Epi LP) Standard
http://www20.brinkster.com/steinthor/gítarinn.jpgá um 1000-1100 dollara, sem er um 67.000-74.000kr miðað við hvernig krónan stendur núna.
Ég mæli með að skoða týpurnar sem þér finnst flottar og þig langar í, fara niður í hljóðfærabúðirnar sem selja þær tilteknu tegundir og prófa þær.
Hljóðfærahúsið: Fender, Ibanez, Squir(ódýrari útgáfa af Fender)
Rín: Gibson, Epiphone
Tónastöðin: Ltd
Gítarinn: Yamaha, Tanglewood
Ég man ekki meira eins og er en um að gera að fara bara niður eftir og spyrjast um.
(Þýðir ekkert að senda þessum gerpum e-mail, þeir svara mér allavega aldrei)
Bætt við 13. mars 2007 - 21:31 Æji linkurinn er eitthvað bilaður
http://www.epiphone.com/elitist/standardplus.htm
Þetta er ekki alveg hann en svipaður.