Ok, í Fender '59 Bassman eru þrír 12AX7 formagnara lampar, tveir GT-6L6 útgangslampa og einn 5AR4 Rectifier lampa.
Þú þarft líklegast ekki að skipta um Rectifier lampann. Oftast er skipt um hann í annað/þriðja hvert skipti sem skipt er um formagnaralampa eða jafnvel í færri skipti.
Ef upprunalegu lamparnir eru í magnaranum þá eru Groove Tube lampar í honum.
Persónulega myndi ég kíkja á JJ lampa, en annars þá mæli ég með að þú talir við kallinn hjá Eurotubes ( www.eurotubes.com ), sendu honum bara e-mail og segðu honum hvernig magnara þú ert með, hvernig sound þú ert að leita eftir (mikinn botn, lítinn botn, blúsuðu, rokkuðu, metal, “soundið sem (settu inn nafn) í hljómsveitinni (settu inn nafn) er að fá”) og gaurinn finnur fyrir þig lampana sem þú þarft.
Hann er snild og þú sparar þér mikið á því að panta af honum lampa (í staðinn fyrir að kaupa hér á landi).