Hefur einhver hérna reynslu af Mesa/Boogie mögnurunum ? Ég er nefnilega að pæla í Mesa/Boogie Lonestar Special og langar að vita skoðanir fólks á þessum mögnurum og hvort þið mælið með þeim eður ei.
veit ekki allveg hvernig ég á að útskýra það en ég myndi segja að það væri sér rás á magnaranum þar sem þú getur tengt bara t.d. delay pedal eða eitthvað svoleiðis í og svo er bara on/off takki fyrir það á footswitchinu, það er reyndar þannig á peavey magnaranum mínum líka en það er ekki næstum jafn góð clean rás á honum eins og mesa boogie, hins vegar fýla ég drive rásina á peavey betur, drulluskítug og ógeðslegt og slímug :)
FX loppa er möguleiki til að taka merkið út eftir formagnaran og eiga einhvað við það t.d með pedölum og setja það svo aftur inn fyrr frama kraftmagnarann.
Lone star er hörkumagnari ef ég man rétt þá á Omar sölumaður í Stöðinni svoleiðis halfrack!
Er með F50 haus út í skúr. Tel hann vera besta kleen á markaðnum! Drivið soldið gunnt. Er líka með Marshall DSL 50 svona fyrir drive og gullaldarhljóm.
Aðein skoða rectifierana en þekki Lohnestar eiginlega ekki neitt.
Mesa er venjulega vandað stöff bara spurning um hvaða hljóm þú ert að leita að!
Þú getur sent mer pm og fengið að prófa hann. Held að þetta sé eini hausinn svona F series á landinu. Einnig á Ómar sölumaður hjá Stöðinni og gitarsnillingur einn svona með 4*10" boxi. Hann er með cuntom áklæði og hef grun um að hann sé geymdur milli þeirra hjóna í rúminu!
:-)
Örugglega líka hægt að fá að prófa hann.
Mig vantar hinnvegar betra box. hann er á einhverju söngkerfisboxi þessavikuna og var á harvey benton boxi um daginn.
sjálfur á ég mesa dual rectifier roadster og hann er með geðveikt clean sound og loanestar special með betra reikna ég með og það getur ekki verið annað en gott:D
Ég hef nú aldrei prófað Lonestar magnarann en ég á einn Dual Rectifier haus og sándið í honum er himneskt… cleanið óaðfinnanlegt nánast og drive-ið mjööög gott að mínu mati.
Ég á Mesa/Boogie Roadster. Mjög flott clean rás á honum og ég er að fýla drive rásirnar í botn hjá Mesa! Vill ekki hafa þetta ógeðslega treble sánd í tóninum mínum, drive-ið er feitt og gott. En getur samt fengið hrárra drive með því að hækka t.d. presence-ið og svona eitthvað.
Allavega ef þú vilt fá besta clean sándið á markaðnum þá mæli ég eindregið með Lonestarnum sem þú ert að spá í! Margoft valinn sem magnari með eitt besta clean sándið. Held að það sé hann og m.a. Carvin Legacy sem eru með ein bestu clean sándin og Fender Bassman held ég (hef samt ekki hundsvit á Fender þannig að leiðréttið mig bara ef ég fer með rangt mál).
Fender Twin Reverb maður, hreinasti magnarinn á markaðnum. Ég hef bara einu sinni fengið e-ð smá overdrive úr honum, og það var inni í Verinu(hjá Loftkastalanum), ca 50x30x10 metra rými, með magnarann stilltan í 8(HÁTT).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..