Sko…
The chief reliability problem of a tube is that the filament or cathode is slowly “poisoned” by atoms from other elements in the tube, which damage its ability to emit electrons.
Það eru ágætis greinar inná Wikipedia eins og t.d.:
http://en.wikipedia.org/wiki/Vacuum_tube og svo allir linkarnir neðst á þessari síðu auk linkanna inní greininni…
En ég held að málið hjá þér sé, sérstaklega af því að þú talar um að sándið sé orðið lélegt, að skipta um lampana. Þetta er auðvitað misjafnt eftir einstaklingum og mögnurum en málið er að lamparnir eyðast smám saman og missa færni til þess að flytja rafmagn í gegnum sig. Það er t.d. mjög þekkt fyrirbrigði þegar lampamagnarar ‘deyja’ þegar formagnaralampar gefa sig.
Ég hef heyrt þetta áður, að það sé betra sánd eftir því sem lamparnir eru eldri en ég hef ekki fundið þetta hjá mér vegna þess að mér finnst sándið verða þynnra, skítugra og maður þarf að hækka miklu meira ef lamparnir eru eldri. Þegar ég tala um ‘skítugt’ þá meina ég ekki svona flott blúsað sánd sem maður fær… heldur svona gruggugt sánd úr lömpunum. Ef maður hækkar alltaf bias-inn á mögnurunum þegar þeir eldast þá skapar maður bara meiri eldhættu því það sem maður gerir með því er að maður keyrir fleiri volt í gegnum lampana sem hafa kannski ekki getu til þess að flytja þetta rafmagn.
Þekki það reyndar ekki hvort að þessir magnarar séu með stillanlegan bias eða fixed bias… en maður á yfirleitt að gera þetta í hvert skipti sem maður skiptir um lampa og svo er hægt að auka biasinn aðeins eftir því sem líður á notkunina… en þetta er ekki eitthvað sem maður gerir á ársfresti í 50 ár…
Ég skora á þig að senda gaurnum hjá www.eurotubes.com póst og athuga hvort þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum með svarið frá honum. Ég skora líka á þig að versla hjá honum vegna þess að það er miklu ódýrara að taka heilan pakka hjá honum í staðinn fyrir að versla þetta hérna og fá bara eitthvað random frá þeim sem eru að selja lampa hérna. Ég borga t.d. sama verð fyrir lampasett (7 lampa) frá honum og formagnaralampana (3 lampa) hérna heima…