það er samt ekkert að marka suggested retail. Þú sérð það að Tónastöðin er með þá ódýrari en suggested retail og það er þrátt fyrir millilandaflutning virðisaukaskatt og fleira. Það segir samt aðallega hvað það er hagstætt að versla í Tónastöðinni í mörgum tilfellum, G&L gítararnir eru á nánast sama verði og í SamAsh útí í New York, tala nú ekki um ef maður yrði hirtur í tollinum. Sama má segja um Martin, ég hef allaveganna ekki séð neinn Martinn á netinu sem er hagstæðara að flytja inn en að versla hérna heima. Ég legg til að sá sem ætlar að kaupa þetta klassa hljóðfæri kynni sér hvað svona græja kostar í Tónastöðinni og bjóði í gítarinn eftir því.
Annars hvet ég menn sem eru á annað borð að leita sér að gæða kassagítar að skoða þennan vel. Ég hef spilað svoldið á HD-28 og það er vægast sagt himneskt, geri ráð fyrir að V týpan sé ekki síðri.