hehehe… Þetta er lítill heimur!!!
Ég var að tala um AKKURAT þennan gítar!!! Ég meira að segja spilaði á hann í Tónabúðinni í þessari viku! Hann var frátekinn fyrir MIG um stund, og ég var í viðræðum um verðið, en svo kom upp að hann var frátekinn fyrir einhvern annan fyrir norðan, og átti að vera löngu farinn! Sá aðili ætlaði að kauðpa hann.
FLOTTUR GÍTAR, og ég er sorgmætur yfir að missa hann, en ég var að reyna að koma saman pakka með tösku og Korg effect líka… en það kom bara ekki saman áður en honum var hrifsað undan nefinu á mér. haha… Samt. Ég á nokkra góða, og þeir hugga mig þar til ég finn Explorerinn MINN ;-D
Þetta er rosalega skrítið… Þeir sögðu mér fyrst að ÞEIR ættu gítarinn, svo bökkuðu með það, og sögðu hann væri í umboðs-sölu… Svo kom upp úr kafinu að hann var fráttekinn fyrir anna! Mjög skrítið allt saman.
Það getur að vísu verið að sá sem tók hann frá vilji hann ekki, þá eru þeir með númerið mitt til að hafa samband aftur…
EN
Mér dettur eitt í hug… Er hann í umboðs-sölu fyrir þig? Eða skyptir þú honum út fyrir öðru (ein sagan sem mér var sagt)… Ef hann er í umboðs-sölu frá ÞÉR gæti ég bara keipt hann beint af ÞÉR, á betra verði, og verslað hitt dótið bara sjálfur?
Hvað sættir þú þig fyrir hann?
Kveðja,
Thor
Bætt við 5. mars 2007 - 18:31 Ok, þeir voru að láta mig vita.
Hann er seldur.
Leitin hefst á ný.
Vonandi er einhver hér með einn slíkan til sölu.
Að vísu sagðist Gítarinn (
http://www.gitarinn.is) vera með nokkra með svona bodí frá öðrum merkjum… Þeir ætla að flytja þá inn og sjá hvort þeirt eru nógu góðir. Nýjir á um 30 til 40 þús.
Alltaf gott að hafa nægjanlegt framboð!
Í millitíðinni, ef einhver er með einn til sölu væri gaman að heyra frá þeim hér.
kv.
Tho