Blessaðir kæru hljóðfæranotendur!

Ég hef orðið vör við það upp á síðkastið að það eru rosalegar staðalýmindir (í kringum mig að minnsta kosti) um það hvernig tónlistarmenn líta út, og þá eftir hljófærinu sem þeir spila á.

Bassaleikarar: Þeir eiga víst að vera rosalega langir/stórir og slánalegir. (Gæti verið smá rétt í því þarsem þeir þurfa væntanlega að vera með langa fingur?) (Stelpur koma varla til greina sem bassaleikarar)
Söngvarar: Þeir eru náttúrulega ógeðslega sætir / eða með svona spes lúkk. Það er í lagi fyrir stelpur að syngja.
Gítarleikarar: Þeir eru svona höfuð hljómsveitarinnar með söngvaranum þá. Þeir eru náttúrulega rosalega sætir líka og töff. (Stelpur koma til greina sem gítarleikarar)
Trommarar:Hef heyrt mjög mismunandi skilgreiningar á þeim; annaðhvort eru þeir rosalega langir eða rosalega stuttir, og oftar en ekki feitir og berir að ofan. (Stelpur geta varla verið trommarar)
Hljómborðsleikarar: Þeir eru oftast frekar nördalegir eða mjög sérstakir. (Stelpur geta verið hljómborðsleikarar).

Ég er náttúrulega ekki sammála þessum alhæfingum, en svona bara uppá forvitni:

Þið sem spilið á eitthvað á þessum hljófærðum, á þetta við eitthvað af ykkur? (Ég spila sjálf á trommur og hljómborð þannig..).

Og hafiði orðið vör við eitthverjar aðrar alhæfingar um hljóðfæraleikara og hljóðfæri?