nú er littli bróðir að fara kynnast tónlistarheiminum og er að æfa á trommur en vandamálið er að hann vantar trommusett…. gæti einhver mjög góðhjartaður maður látið hann fá trommusett ódýrt eða jafnvel gefins eða eitthvað úr setti. kanski einhver sem að er að taka til í bílskúrnum sínum ég er á akureyri ;)
Trommur kosta einfaldlega peninga. Þetter dýrasta almenna hljóðfærið til að byrja á. Það er litlar sem engar líkur á því að þú fáir part úr setti og hvað þá heilt sett fyrir lítinn sem engan pening nema þú verðir heppinn.
Ég fékk nýlegt trommusett hérna fyrir frænda minn um daginn á 5 þús. Vel með farið, cymbalar, stóll, statíf pedalar og nýleg skinn. Þannig að allt er mögulegt :)
nú er littli bróðir að fara kynnast bílaheiminum og er að æfa á bíl en vandamálið er að hann vantar bíl…. gæti einhver mjög góðhjartaður maður látið hann fá bíl ódýran eða jafnvel gefins eða eitthvað úr bíl. kannski einhver sem að er að taka til í bílskúrnum sínum ég er á súðavík ;)
Farðu í sem allra flest ættarmót og vertu alveg geeeðveikt skemmtilegur og svo skaltu lauma inn setningunni: “Sko mig langar svo mikið í sett en ég bara á engann pening þekkir þú einhvern sem…” Segðu þetta við sem flesta og þá ertu líklegur til að fá gott og eflaust fátækt fólk gefa þér eða selja þér ódýrt sett. Annars er þetta tæpt, en haltu í vonina! =)
Ég spilaði á símaskrá fyrsta árið sem ég lærði svo keypti ég mér sneriltrommu og átti hana í eitt ár og svo keypti ég mér trommusett á 30.000 sem ég var búinn að safna fyrir í tvö ár. (já ég var 9 ára þegar ég byrjaði að safna) Það er ekki nauðsynlegt að eiga sett en það hjálpar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..