Þegar það koma sprungur í cymbala hjá mér þá hendi ég þeim umsvifalaust.
Reyndar koma aldrei sprungur í cymbala hjá mér fyrren eftir 3-4+ ár og það er ef ég fer virkilega illa með þá. Annars eiga ekki að koma sprungur í góða cymbala, það á einfaldlega ekki að gerast.
finnst persónulega mjög ljótt að saga í cymbalana. svo hefur það líka áhrif á soundið í þeim. myndi bara henda þeim sem fá sprungur og kaupa þér nýja betri :)
Hmm, já mér finnst samt svolítil sóun að henda bara cymbölum. Sérstaklega þar sem ég á ekki pening og get ekki keypt mér nýja cymbala hvenær sem ég vill. Svo er mér alveg sama þótt að hljóðið breytist eitthvað. Ég vill bara fá einhverjar hugmyndir um hvernig væri best að skera hringlaga í kringum sprunguna.
Fínt að minnka þá bara :P Var einusinni í hljómsveit þar sem trommarinn var bara með kúluna eftir af ride sem hann hafði átt. Kom ágætlega út reyndar og hann notaði hana skemmtilega.
held að blikklippur séu vonlausar nema í lélegustu cymbalana..
gerðu eins og á myndinni sem aronmapex sendi inn.. Sennilega best að nota brettaskífu(einnig kallað slípirokkur) til að skera kringum.. svo geturu sett svona pússi-disk í hana og rúnnað hornin
ég hef einusinni minnkað cymbala í hringskera í blikksmiðju (Þá fær maður nákvæmasta skurðinn)málið var bara að þetta var 16“ crash og ég tók hann niður í 9” og hann hljæomaði bara einsog bárujárn eða brotajárn eða eitthvað þaðan af verra. mæli ss ekki með að minnka þá heldur bara pússa þá upp með sandpappír eða brettaskífu. Ps. Þetta var að vísu “crap” cymbali Sabian B8 KV. Maggi
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..