Ég á einn þannig og er fullkomlega ánægður með hann. Ótrúlega góður hljómur í honum, auðveldur í notkun, fallegur og ótrúlega öflugur!
Fékk minn notaðann hérna á huga á 50 þúsund krónur, er búinn að eiga hann í nokkra mánuði og ekkert hefur gerst við hann… Hann er alveg eins og þegar ég fékk hann. - Frábær í alla staði.
Bætt við 28. febrúar 2007 - 00:08
Ég vil bæta við að ég spila aðallega jazz og metal og er hann mjög hentugur í bæði. Samt er nú alltaf best að “effecta hann upp”. En eins og ég sagði þá er vel hægt að fá fínasta distortion úr honum en það verður alltaf frekar hrátt. Hefurðu heyrt í deathmetalhljómsveitinni Enslaved? Þar er mjög hrátt og flott distortion hljóð sem er líkt því sem er í magnaranum.