Shure Micarnir eru tilvalnir í verkið. Það er hægt að fá 2 trommumica pakka. Ódýrari pakkinn er úr PG seríunni og inniheldur PG52 bassatrommumic og 3x PG56 Sneril/tom mica. Hinn pakkinn sem er dýrari og mun betri inniheldur Beta 52 bassatrommumic, sem er einnig skyldueign á live tónleikum, og þrjú stykki af hinum víðsfræga SM57 sem má nota á sneril tom, gítarmagnara fiðlu eða sem gírstöng í Ford Escort '88. Trommufestingar fylgja til að SM57 haldist á trommunum. Mæli með því að þú kíkir í Tónabúðina og rabbir við liðið. Ef þér líst ekkert á verðið geturu skokkað yfir í tónastöðina og keypt ódýran og sæmilegan kost-Samson trommumica.