Er með sérstakan gítar hérna sem ég neyðist til að selja. Þetta er 70's græja frá fyrirtæki sem hét Kay og er löngu horfið.

Boddýið er Les Paul kópía og hann er jafnþungur og gítarinn sem hann er smíðaður eftir. Allur orginal, með 2 humbucker pickupum sem eru bara fínir.
En það sem gerir þennan gítar sérstakan eru innbyggðu effektarnir. Hægt er að taka pikkupana úr fasa og síðan eru effektarnir: Echo, Tremolo, Wah, Whirlwind (distortion) og Fuzz.

Myndir hér:
http://www.flickr.com/photos/97516083@N00/sets/72157594544235345/


Þetta er safngripur sem á bara eftir að hækka í verði. Þessir gitarar poppa ennþá upp hér og þar í misjöfnu ástandi en þessi er gott eintak og í topplagi - allur yfirfarinn og stilltur.

Verð 60.000 kall með harðri tösku og ég hendi einhverjum snúrum með í kaupbæti.