Góðan daginn
ég er búinn að vera að fikta með gítarinn minn núna í eitt ár. Ég fekk í jólagjöf kassagítar, bara þetta týbíska tilboð, gítar, stillir,nögl dvd .. þetta sem allir hafa séð í hljómfærabúðunum. Málið er að mér fynnst ég ekki vera að fá gott hljóð út úr gítarnum. Ég reyndar skipti um strengi á honum, skipti yfir í mýkri og linari strengi því mér fannst léttara að halda niðri þvergripunum.
Málið er það að gítarinn hljómar mjög vel frá 1 bandi og upp að svona 7 bandi, en eftir það er hann alveg út úr kú. efsti strengurinn hljómar ekkert og bara allt í rugli. Ég var með svipað vandamál og og þá var mér bent á að stilla gítarhálsinn þannig að strengirnir lægju fjær hálsinum en ef ég geri það þá myndast mjög mikið bil þegar ég er kominn á til dæmis 12 band, og þegar þú heldur niðri einum streng þá er nánast ómögulegt að koma ekki við strengina sem eru við hliðiná.
ég veit alveg að þetta er ekkert toppkassa gítar en mér fynnst samt eins og ég gæti lagað þetta einhvern vegin. Það sem mér datt í hug að skipta aftur yfir í stífari strengi … eða hvað fynnst ykkur ?
p.s. (þegar ég tala um að hljómurinn fari í fokk þá meina ég að ef ég held t.d. niðri high e á 7 bandi þá kemur strengurinn við hin járnin á hálsinum og myndast ekkert hljóð)
vona að það nenni einhver að lesa þetta … :P