Þetta er það sem ég fann eftir 1mínútu leit á google. Og já flestir spila hér á gítar og geri ég það mest sjálfur en ég er líka að spila á píanó og trommur til skiptis.
í fyrsta lagi: Gerir spurningamerkið(“?”) þetta að spurningu. í öðru lagi: Var hún ekki að dæma gítarista með því að spurja hvort allir( í þessum skilningi flestir) á þessu áhugamáli spiluðu á gítar. Sér til hliðsjónar hafði hún væntanlega korka sem notendur voru að pósta inn á kennsluefni í sambandi við gítartöb og þess háttar. Uppdráttur þessarar spurningar var ábyggilega sá að hún gat ekki séð að það hafi áður verið spurt um píanónótur í einum af þessum korkum. Þess vegna hlýtur þessi spurning að koma upp. Hún nefndi ekki neitt um að “gítarleikarar eru hálfvitar allir með tölu og eiga skilið að rotna” eða eitthvað í þá áttina. Þó svo að gítarleikarar eru oft hinu mestu egó hljómsveita er ekki hægt að sjá á einni spurningu og rökfærslu að það hafi verið að dæma þennan “þjóðflokk” í einhverjum skilningi.
Hann hefði frekar sagt, eru margir gítarleikarar á þessu áhugamáli eða? Nema þetta hafi verið léttur “kaldhæðnisbrandari” , hljómar bara mjög illa, verðum aðeins að horfast í augu við það.
reyndu að átta þig á því hvað þú varst að segja áður en þú byrjar upp á nýtt. Þú talaðir um að hann væri að dæma gítarleikara, en svo var ekki.
Reyndu að horfa á þetta í aðeins víðara samhengi, ekki lesa orðin og taka öllu bókstaflega. Auðvitað vita allir að það eru ekki allir gítarleikarar hérna.
Horfast í augu við hvað? að þetta hljómaði illa? Eigum við nú að fara að pæla í að þetta hljómaði illa og fara að dæma stelpuna fyrir ekki neitt. Og ef þetta er ekki það sem þú meintir mæli ég með því að þú kynnir þér máltækið “ að horfast í augu við eitthvað”.
Ég bara skil ekki hvernig í andskotanum þetta gat farið fyrir brjóstið á þér. Í alvöru talað. Spáðu aðeins í því hverju þú ert að halda fram.
Nákvæmlega það sem að ég er að halda fram : Að ég hafi hugsað þetta þannig að þetta hafi verið brandari eða eitthver útásetning. Og meiningin með því að horfast í augu við það , að horfast í augu við það að þetta getur vel hafa litið út illa í mínum augum þó svo að þú komir ekki og farir að dæma það hvernig að ég lít á hlutina, þótt þú segir að þú hafir bara verið að leiðrétta mig þá finnst mér þetta fullmikið.
Þú getur fundið nótur með því að skrifa “free sheet music piano” og svo það sem þú ert að leita að, en ég hef ekki enn fundið nein íslensk lög á netinu …
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..