Æji guys það er ekki til neitt sem heitir besti gítarleikari í heimi, það er hægt að vera bestur í langstökki eða 100m hlaupi, þú komst fyrstur í mark eða stökkst lengst. Tónlist er sem betur fer ekki keppnis íþrótt (ok idol og x eitthvað kannski), annars hefðum við aldrei heyrt í kúl gaurum sem eru kannski ekkert úber færir tæknilega séð en hafa ákveðið sánd og fíling sem maður grípur.
Þetta er bara persónulegur smekkur hjá hverjum og einum. Page skilaði sínu og meira til, hann bæði kom með hluti sem þóttu nýtt sjitt á sínum tíma og líka sound og fíling sem maður þekkir oftast um leið, þeir spiluðu milljón sinnum þannig að það er örugglega ekki mikið mál að grafa upp eitthvað myndband þar sem kallinn klikkar eitthvað smá:)
Má ekki gleyma að hann er að spila líka á tíma þar sem hljóðkerfi voru nú oft ekki upp á marga fiska og allt var keyrt á volume í mögnurum ofl. Lögin þeirra lifa enn mörg hver og fyrsta platan þeirra ratar oft á stað í iPod græjunni minni, gaurinn spilaði hana á telecaster reyndar en ekki paulinn sem hann varð þekktastur fyrir.
Page er kannski ekki bestur en mér finnst hann helvíti kúl og ég vildi að ég hefði gert nema kannski 1/10 af því sem hann hefur gert (mínus massívt dóp og sjitt), hlusta ennþá á fyrstu plötuna þeirra og finnst hún alltaf jafn góð.