Það eru til allskonar raddanir, við notum þetta alveg þó nokkuð í minni hljómsveit.
T.d. spilar annar gítarinn nóturnar C-D-E-F og þá spilar hinn kannski 3und ofar: E-F-G-A. Og þá færðu þríundarröddun.
T.d. svona:
Gítar 1:
e|----------|
B|----------|
G|----------|
D|----------|
A|------7-8-|
E|-8-10-----|
Gítar 2:
e|----------|
B|----------|
G|----------|
D|-----10-7-|
A|-7-8------|
E|----------|
En það eru til margskonar raddanir, getur líka verið flott stundum að taka röddun sem er ekki inni í skalanum, til dæmis gera röddun þar sem það er alltaf stór þríund.
Þá spilar annar gítarinn t.d. C-D-E-F en seinni gítarinn spilar alltaf stórri þríund fyrir ofan s.s. E-F#-G#-A.
T.d. svona:
Gítar 1:
e|----------|
B|----------|
G|----------|
D|----------|
A|------7-8-|
E|-8-10-----|
Gítar 2:
e|---------|
B|---------|
G|---------|
D|-----6-7-|
A|-7-9-----|
E|---------|
Þetta hljómar reyndar ekkert svakalega fallega, en getur hljómað helvíti vel ef það er notað á réttum stað. Sömuleiðis er hægt að gera bara litlar þríundir
T.d. annar gítarinn spilar C-D-E-F en hinn spilar alltaf lítilli þríund ofar s.s. Eb-F-G-Ab.
T.d. svona:
Gítar 1:
e|----------|
B|----------|
G|----------|
D|----------|
A|------7-8-|
E|-8-10-----|
Gítar 2:
e|---------|
B|---------|
G|---------|
D|-----5-6-|
A|-6-8-----|
E|---------|
Svo er alltaf hægt að gera 4undir, 5undir en persónulega finnst mér þríundirnar hljóma best. Helst þá þessar díatónísku (inni í skalanum) þríundir (eins og þessar í fyrsta dæminu).
Til að finna röddun þá finnurðu bara nótuna sem er þríund fyrir ofan þá nótu sem þú ert að spila
í skalanum, þ.e.a.s. í 7 nótna skala, ekki 5 nótna (pentatónískum).