Ég var að pæla í að kaupa mér eitt stykki fender standard stratocaster semsagt mexican ekki american. Og ég vildi bara fá að spurja mæliði með þannig gítar?
en var líka að pæla er hann eitthvað miklu lélegra en american því að maður er alltaf að heyra eitthvað um að þeir sé bara alveg eins semsagt mex og american nema að hardwerið sé eitthvað smá betra í american er það satt?
American hljóa að vera betri þar sem þeir kosta allt frá 50-100 þús kalli meira en mexican, en annars er það bara smekksatriði. Hef aldrei spilað á American og get því ekki borið þá saman. En mexican eru mjög góðir fyrir peningin fékk minn á 20þús kall notaðan í topp standi.
Munurinn er lakkið og rafkerfið í þeim. Lakkið er þykkari á Mexico(svo hef ég heyrt)og svo eru American hand-unnir meðan Mexico eru í vélum en samt settir saman að mönnum.
Mexican fenderar eru mjög góðir, og eru ekkert mikið lélegri en american, þó picköppar,hardware og þesskonar dót sé betra í american eru mexico ekkert smá góðir og ég mæli hiklaust með þeim.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..