Ef svo kæmi til að ég myndi fara losa mig við magnarann minn sem er Fender FM 212r, myndi ég fá mér lampamagnara. Langar helst í stæðu en myndi sætta mig við combo ef hann væri eithvað almennilegur. Svo ég spyr ykkur með hverju mælið þið,verð á þeim, gæði, stærðir (vött, rekstur-hvað lampar kosta í þá, hverskonar keilur og margt annað fróðlegt varðandi þá.
Ég er að spila nánast allt nema metal og heavy rock, á og nota nokkra effecta ; Boss OS-2, Boss BD-2,Boss TR-2 og Dunlup Cry-baby meðal annars. Aðal gítarinn minn sem ég spila mest á er Epiphone Les Paul std og fæ stundum lánaðann frá félaga mínum Fender Strat 1989 og hugsanlega myndi ég einhverntíman á komandi árum fá mér annaðhvort Gibson Les Paul eða einhvern góðann Telecaster.
Endilega hjálpa mér, hef lítið vit á lampamögnurum og er í hugleiðingum um að fara selja þann gamla eins og ég nefndi hér að ofan.
Annars takk fyrir að hafa eitt tímanum ykkar í að lesa þetta og vonandi getið þér leiðbeint mér að einhverju góðu.
Bætt við 8. febrúar 2007 - 23:26
Gleymdi einu, þarf maður einhver sérstök box undir hausinn ef maður fær sér svoleiðis, einhver sérstakar stærði
Kv.Stefán Daða