Magnarinn skiptir miklu máli því ef þú ert með lélegt sound í magnaranum þá muntu að öllum líkindum fá lélegt sound einnig þegar pedallinn er í gangi, hinsvegar þá er bara um að gera og prufa.
Gítarinn skiptir líka máli því það er verið að “lita” hljóðið sem kemur úr honum þannig ef þú ert með lélegt sound í gítar þá “litast” lélegt sound og útkoman verður lélegt “litað” gítarsound.
Hinsvegar þá myndi ég fyrir mitt leiti ekki mæla með boost effectum frá boss fyrir neinn. Ég hef aldrei fílað Boss distortion né overdrive.
Hinsvegar miða við review-in um magnarann þá ættiru að fá mjög fínt sound úr honum. Hef aldrei heyrt í né spilað á Aria gítar og veit ekkert hvernig þessi er sem þú ert með.
En annars, þá er það bara að prufa og sjá sjálf/ur hvernig þú ert að fíla soundið í þessum þrem græjum saman. :)
Gangi þér vel.