Fyrirgefðu en ertu ekki að grínast?!!?!? Ertu í alvöru að bera saman verð útúr búð hérna heima við risastórar netverslanir í USA. Þar eru þeir ekki að borga leigu á verslun og lager heldur bara lager, enging þjónusta og þeir panta í svo miklu magni að þeir fá afslátt hjá framleiðendum.
Já það eru gamlir gítarar í hljóðfærahúsinu, og hvað með það, þannig er þetta bara, ef þú ert að reka verslun og varan selst ekki…ættlaru þá bara að gefa hana eða henda henni!?!?!?!?! Það er ekki eins og það sé mikil þróun á þessum gíturum á milli ára.
Það sem ég var var að segja í auglýsingunni er alveg satt, þeir fluttu þetta inn í gegnum tengilið og þetta kostaði meira en þeir reiknuðu með og þurftu að selja þetta á kostnaðar verði svo að fólk myndi kaupa þetta hjá þeim frekar en að panta á netinu. Ég þoli ekki þetta diss á íslenskar hljóðfæraverslanir, hljóðfærahúsið og tónastöðin eru mjög góðar verslanir og góð þjónusta, auðvita er hún misjöfn og stundum léleg, ég meina ímyndaðu þér að hlusta á 20 hálfvita vera að spila á trommur og gítar sem kunna ekkert allan daginn, þú værir orðinn frekar pirraður!!!!!