Svör:
[...]
7. d. Öll svör sem ganga út á það að eyðileggja sölu fyrir stofnanda auglýsingakorks verða umsvifalaust ritskoðuð/þeim eytt.
Ég bætti þessari reglu við reglurnar hérna rétt eftir að ég var gerður að stjórnanda og ég hika ekki við að eyða svörum sem ganga út á það hvað varan "gæti
mögulega kostað" á eBay eða annars staðar. Vitaskuld ef gagnrýnin er virkilega réttmæt og seljandin er að reyna að okra á fólki sem veit ekki betur lætur maður þráðinn standa, en yfirleitt er það svo að ef seljandi setur of hátt verð á það sem hann er að selja þá selst það ekki, og þá er það hans vandamál hvort hann vill lækka verðið eða halda í hlutinn.
Prútt er alveg sjálfsagður hlutur í viðskiptum með notaða hluti, og eiga menn endilega að prútta, en ef menn eru bara að rakka niður seljandann fyrir verðlagningu, en virðast engan áhuga hafa á hlutnum þá eiga þeir frekar að sleppa því að svara IMO.