Þú byrjar náttúrulega á því að finna manual-linn að hausnum, sem þú hyggst kaup, á netinu (yfirleitt á heimasíðu framleiðanda) og skoðar ‘Power consumption’ og þá sérðu hvað spennirinn þarf að vera mörg vött. Ég hef verslað við Miðbæjarradíó þegar ég hef keypt spenni en þeir eru með skemmtilega þýska spenna sem þú getur fengið og hreinlega fest í botninn á hausnum (innaní) ef það er pláss að sjálfsögðu. Ef það er ekkert pláss inní hausnum sjálfum þá er annað hvort að leita til Glóey-ar (sem er búð í Ármúlanum) eða hafa samband við ShopUSA hérna heima… hef tekið eftir því að þeir eru/voru með spenna af öllum stærðum og gerðum frá einhverju fyrirtæki sem ég man ekki hvað heitir… þeir spennar voru, sumir, á kostakjörum miðað við hvað gengur og gerist… Þekki ekki þessa deild hjá Íhlutum en þeir voru of dýrir fyrir mig á sínum tíma og ég er ekki viss hvort að þeir séu hagstæðari núna… alltaf hægt að hringja og tjékka…
Nokkrir þeirra sem eru m.a. með spenna:
Glóey
Miðbæjarradíó
Íhlutir
Spennubreytar (Hfj.)