já. Trommusettin hafa verið mjög vinsæl og hljómborðin einnig. Gítarar og bassar eru einnig góðar vörur en eru ekki notað eins mikið af professional gaurum eins og trommusettin og hljómborðin. Svo þekki ég bara ekki magnarana frá þeim, en heyrt ágætlega af þeim.
Frændi minn er professional tónlistarmaður og notar alltaf Yamaha gítar sem hann fékk í fermingargjöf.
Hann er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson úr Idolinu, Todmobile og hefur producerað mjög margar plötur, á tónlistarvinnsluskóla, semur endalaust af tónlist o.fl.
Hann er samt meira eins og Les Paul að spila á… Strange combination en hann velur þennan forna Yamaha fram fyrir allt annað… Ætti að segja eitthvað um gítarinn!
Gítarar og bassar eru alveg rosalega góðir allaveganna. Langflestir eru jú gerðir eftir öðrum tegundum (t.d. jazz bass, stratocaster, telecaster og svoleiðis) en með örlitlum breytingum en alveg rosalega góð hljóðfæri lang oftast.
Já Yamaha er mjög gott að traust merki, þeir eru líka mjög góðir við viðskipta vini sína (ef þú sendir þeim e-mail þá færðu alltaf góð svör og slíkt).
Ég og kærastan mín eigum eftirfarandi frá yamaha: hollowbody gítar frá 1972, kassagítar frá 2004, bassa frá 1996 og trommusett frá 2003. Allt alveg frábær hljóðfæri sem hafa alveg staðið undir væntingum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..