"Mackie 1604-VLZ mixer til sölu

http://www.cifrovik.ru/cifrovik/services/catalog/images/16656-photo-extra-1.jpg

Vinur minn var fyrsti eigandi. Ég er eigandi nr. 2.

Rás nr 3. hefur alltaf verið biluð síðan ég fékk hann.

Mjög vel með farinn. Ekki verið í reykingaumhverfi. Mixerinn var að koma úr hreinsun. Það kom surg þegar maður sneri eq- og aux-send-tökkum, þar sem mixerinn stóð inn í herbergi hjá mér ónotaður síðustu 3 ár."

Svona var fyrri auglýsingin. Mér var tjáð þegar ég hringdi í verkstæðið að mixerinn væri í fínu lagi. Svo kom á daginn að fyrirtækið sem ég vinn hjá vantaði samskonar græju, þannig að ég ætlaði að selja þeim mixerinn. Svo kemur í ljós að mixerinn er ekki í fullkomnu lagi.

Hann er betri en hann var áður en hann fór í hreinsun, en ekki í fullkomnu lagi. Á sumu rásunum kemur surg og/eða sambandsleysi þegar maður snýr gain/trim takka á rás. Gerist líka á sumum miðjutökkunum /mid).

Gaurinn á verkstæðinu sagði að það væri hægt að skipta um þessa takka. En ég nenni ekki að standa í því.

Því býð ég þennan mixer til sölu á 9 þús. kr.

Datt í hug að einhverjir grúskarar og rafeindavirkjar þarna úti hefðu áhuga á svona græju til að lappa upp á.

Sem sagt mixer sem er ekki í fullkomnu lagi…

Verð 9 þús. kr

Bætt við 23. janúar 2007 - 17:32
Eftir hreinsun komst rás 3 í lag