“Eins og professional trommarar hafa það” er MJÖG vítt og breytt samansafn af mismunandi snerilhljóðum. Sumir vilja hafa það þétt og syngjandi, aðrir vilja hafa það þurrt og þungt og enn aðrir blöndu af þessu öllu saman.
Til er ótal gerðir af snerlum og efnum sem notuð eru í skel snerla nú til dags, svo sem hlynur, birki, eik, stál, messing, copar og mahogany (mahóní). Til að mynda eru grunngerðirnar t.d:
Hlynur (maple]: Hlynur er mjúkur og hlýr, með mikið tónsvið, það syngur í honum og er soundið “á sveimi” eins og mætti helst orða það. Tónninn lifir dálítið áfram. Má nefna Gulla Briem í Mezzoforte og Dennis Chambers trommugoð sem nota sneril úr hlyn.
Birki (birch): Birkið er eilítið harðara, gefur dekkra og þyngra sound og tónninn lifir ekki eins lengi, það er að segja soundið hefur meira punch og attack. Kjósa rokktrommuleikarar oftar en ekki birkið fram yfir dýrari hlyninn. Kenny Aronoff sessionisti notar t.d birkisneril.
Stál (steel): Stálið hefur ekki hlýjuna eða tónblæbrigðin sem viðurinn í birkinu og hlyninum hefur upp á að bjóða. Hinsvegar gefur stálið bjartan hljóm með miklum yfirtón og eru metal -og rokktrommuleikarar hrifnir af þessu efnu í snerlana sína. Má til gamans geta að Vinnie Paul í Pantera, Chad Smith í Red Hot Chili Peppers og Joey Jordison í Slipknot nota allir stálsnerla.
Svo eru það auðvitað skinnin sem stýra soundinu í snerilinum þínum sem og snerlarnir (gormarnir sem liggja upp við neðra skinn sneriltrommunnar). Þú getur fengið til að mynda Remo coated ambassador skinn fyrir efri hluta trommunnar og Remo clear ambassador fyrir neðri hlutann. ég nota svona skinn og hef ég alltaf verið ánægður með þau. Ef þú vilt fá dauðara og meira controlled rocksound þá legg ég til Remo EmperorX sem hafa svartan hring á miðju skinninu.
Til að enda þetta þá vill ég benda á
http://www.premier-percussion.com þar sem þú getur skoðað “Modern Classic” snerlana frá premier. Ég á einn slíkan, 5.5 á dýpt og 14" á breidd og úr messing og er ég alveg ótrúlega ánægður með hann. Með góðri stillingu get ég fengið þetta delicate draugaslaga - fönksound en á sama tíma öflugt rokk a la John Bonham með góðu rimshotti. Modern Classic snerlarnir eru dýrir en þeir eru þess virði að fjárfesta í.
Björn J. Hjálmarsson - Trommuleikari Apollo, Ísafirði
Bætt við 22. janúar 2007 - 11:06 Getur vel verið að eitthvað af þessu efni sé outdated.Langt síðan ég skrifaði þetta.