Jæja, þá er komið að því.

Ég er að fara af stað með trommukennslu nú í lok janúar.
Kennslan verður í æfingahúsnæðinu okkar Changer-manna. Tek fólk í einkatíma.
Ég er að prófa þetta kennsludæmi, og því á eftir að koma betur í ljós hvernig þetta verður uppbyggt. Ég ætla samt að leggja áherslu á að leyfa nemendunum að ráða ferðinni svolítið, og fer þá í þá stefnu sem hver og einn vill fara út í, auk þess að fara í grunnatriðin. Fer út í það sem hefur reynst mér vel í gegnum tíðina og spjalla um áhrifavalda. Kennslan verður á sunnudögum og e.t.v. mánudagskvöldum.
Ég ætla að rukka 1.000 krónur á tímann í þetta skiptið, sem mér skilst að sé töluvert ódýrara en gengur og gerist fyrir kennslu.

Áhugasamir og forvitnir sendi skilaboð.

Takk,
Kristján