Ef þú vilt vera öruggur um töff en jafnframt klassískt hljóðfæri þá er það Fender. Precision bass er hentugri í harðara rokk á meðan jazz bassinn er góður í meiri vídd af tónlist.
Þó nota tónlistarmenn þessar tvær útgáfur í flestri tónlist.
T.d. notar spaðinn.. man ekki hvað hann heitir, í Audioslave, jazz bassa þegar fólk hefði frekar haldið að hann mundi nota precision bassa.
Ég spila sjálfur á Fender Precision og hef spilað á jazz bassa. Í auglablikinu finnst mér precsion skemmtilegri en það gæti svo sem breyst.
Viljru aftur á móti komast í harðara stöff með active pickupum og svoleiðis dóti þá er Ibanez nokkuð góður kostur.
Svo er vitaskuld hægt að hræra í 4-6 strengja bössum en að mínu mati eru 4 strengir alveg nóg.
Þá er auðvitað til Epiphone línan frá Gibson (kaupir ekki Gibson ef þú ert byrjandi, alltof dýrt en algert gourmet stuff aftur á móti). Epihone Thunderbird IV lifir við góðan orðstýr og er þrusu flott hljóðfæri. Gott í rokkið.
Þetta eru nú það helsta sem mér dettur í hug. Ibanez eru góður kostur því þeir eru ekki það dýrir. Svo eru mexíkósku útgáfurnar af Fender ekkert slappar heldur. Fín hljóðfæri.
Fleirra var það ekki í bili.
Bætt við 21. janúar 2007 - 14:29 Hér hefuru nokkur dæmi:
http://www.music123.com/Fender-60th-Anniversary-Commemorative-Standard-Precision-Bass-Guitar-Blizzard-Pearl-i290156.musichttp://www.music123.com/Fender-Standard-Precision-Bass-Guitar-Black-i290900.musichttp://www.music123.com/Fender-Standard-Jazz-Bass-Guitar-Brown-Sunburst-i290896.musichttp://www.music123.com/Ibanez-ICB200—Bass-Guitar-i129412.musichttp://www.music123.com/Ibanez-Soundgear-SR500-Bass-Guitar-Brown-Mahogany-i129417.musicBara uppástungur.