Ef ég man rétt þá er hátalarinn í DSL401 8 ohm og þá er ekki sérstaklega ráðlegt að tengja hann í 16 ohminn þar sem þá ertu bara að bíða eftir að tranny-inn eyðilegst.
Ef þú ert með 16 ohm hátalara þá er í lagi að setja hann í 16 ohm og 8 ohm en 8 ohm í 16 ohm er ekki gott fyrir magnarann.
Ég mæli með að þú látir kíkja á magnarann áður en þú skemmir eitthvað í honum, miða við það sem þú hefur sagt hér í korkinum þá ertu ekki sá fróðasti um lampa magnara en það kemur með tímanum, hinsvegar þá eru lampa magnarar mjög viðkvæm tæki sem þurfa að vera meðhöndluð rétt.
Treystu mér, ef magnarinn þinn er eitthvað bilaður, farðu þá með hann í viðgerð, ef þú ferð með hann núna og lætur kíkja á hann þá er það ekki mjög dýr viðgerð (í mesta lagi 10.000 kr, nema það sé eitthvað meira að honum en það sem ég og ehar töldum) en ef tranny-inn fer hjá þér þá ertu að lýta uppá töluvert hærri viðgerð og töluvert tímafrekari.
Ég á 2 lampa magnara, ég á lampa echo, ég hef verið að hjálpa gaurum sem ég þekki að læra inná lampa magnara og ég hef rifið lampa græjur niðrí öreindir og sett aftur saman, ég hef unnið með lampa magnara í næstum 4 ár núna og ef þú trúir mér ekki að lampa magnarinn þinn þarf góða þjónustu og góða meðhöndlun þá mæli ég með að þú fáir þér bara einhvern budget transistor magnara (þeir þola verri meðhöndlun en lamparnir).
Hinsvegar ef að hátalarinn í DSL401 er 16 ohm, þá segi ég bara have fun og haltu áfram að spila.
Mæli samt með að þú lesir þér aðeins til um 12AX7 og EL84 lampana (12AX7 eru lamparnir í formagnara hjá þér og EL84 eru í kraftmagnaranum hjá þér).
Einnig mæli ég með að þú lesir eftir farandi link til að læra aðeins inná ohm:
http://guitargeek.com/chat/showthread.php?s=cc376ac36b2c3ae5ff20a038e5213af4&threadid=46544