Marshall JCM 800 2210 lampahaus og JCM 900 1960a 4x12 box til sölu. Þetta er 2 rása 100 watta haus með 4 EL34 lömpum í kraftmagnara og 5 12ax7 lömpum í formagnara. Hann er með innbygðu reverb sem virkar fyrir báðar rásir. Footswitch fyrir channel skiptingar fylgir með. Nýbúið er að fara yfir hann og skippt var um lampa fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hausinn er framleiddur árið 1982 og er í toppstandi. Boxið er framleitt aðeins seinna, '91 held ég og virkar einnig fullkomlega.

Saga þessa magnara er einstök; hann var í eigu költ þungarokk-hljómsveitarinnar strigaskór nr. 42 til margra ára og var einnig notaður sem backup magnari fyrir Joey Santiago í goðsagnakenndu hljómsveitnni Pixies þegar þeir komu hingað til lands. Þú ert því að missa af miklu ef að þú ert að spá í að kaupa þennan grip en hættir við á síðustu stundu.

Þrátt fyrir að hafa komið víða þá hefur hann staðið í herberginu mínu í hátt í tvö ár og er hálfgerð synd að hann sé ekki í notkun. Því hef ég ákveðið að láta hann frá mér og vona að hans bíði fleiri ævintýri.

Hafið endilega samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Verðtilboð sendist með hugaskilaboðum eða í síma 6631687 og á hjaltiz@hotmail.com