Er að selja settið mitt. Tegundin er Pearl Masters MSX eða “Retrospect” eins og það kallast víst á Pearl.com. Ég keypti settið nýtt úr Tónabúðinni í maí á síðasta ári. Mánuði eftir að ég keypti settið ákvað bandið sem ég var í að hætta og þar með fékk settið langa pásu. Eftir því sem tíminn hefur liðið hefur áhugi minn á trommuleik fölnað all verulega og hef ég því ákveðið að selja settið mitt, eins og kom fram hér að ofan. Settið var sem sagt keypt nýtt úr kassanum í Maí 2006, notað í mánuð og hefur síðan verið ónotað síðan þá. Settið er á allann hátt eins og nýtt og ekki sést nein merki um notkun á því. Þó svo ég hafi nú ekki fengið mikið tækifæri á því að nota settið þá er ég verulega ánægður með það og get ábyrgst að það hljómar mjög vel. Ég er búinn að vera trommuleikari í 12 ár þannig að ég ætti nú að vita eitthvað um þetta.

Jæja, kannski ég lýsi fyrir þér settinu :)

Stærðirnar eru: (Ég er ekki viss á dýptinni á tom tom og floortom)

Bassatromma 22x18
Tom Tom 1 10“
tom Tom 2 12”
Floor Tom 14“

Settið er úr Hlyn (maple) og allar skeljarnar eru 6 ply. Liturinn heitir á fræðimáli White Marine Pearl og er mjög fallegur, að mínu mati allavega.

Settið kostaði 180.000 nýtt úr Tónabúðinni

Ég auglýsti þetta sett á 150.000 án snerils og standa. Þar sem eftirspurn hefur verið með eindæmum dræm þá ætla ég að henda inn öllum stöndunum mínum og nokkrum diskum.

Standarnir eru allir frá Pearl og eru allir mjög vel með farnir. Þetta eru sem sagt:

1x HiHat standur (H-1000) kostar 16.900 nýr úr Tónabúðinni keyptur í desember 2005 og er eins og nýr.

1x Snare standur (S-1000) kostar 7.900 nýr úr Tónabúðinni keyptur í desember 2005 og er eins og nýr.

2x Bómustandur (B-1000) kostar 10.900 nýr úr Tónabúðinni keyptur í desember 2005 þeir eru báðir eins og nýir.

1x Beinn standur (C-1000) kostar 9.800 nýr úr Tónabúðinni keyptur í desember 2005 og er eins og nýr.

Diskarnir sem ég ætla að láta með settinu eru:

Paisté Dark Crisp 13” Hi Hat Keypt í Tónabúðinni á Akureyri fyrir 3 árum og kostaði um 30.000. Eru í topp standi og eru engar sprungur eða beyglur í þeim.

Paisté Signature 17“ crash. Keyptur nýr úr Tónabúðinni í Mars í fyrra og er í toppstandi, engar sprungur eða beyglur. Kostar 28.900 nýr.

Paisté Signature 18” crash. Keyptur nýr úr Tónabúðinni í Apríl í fyrra. Diskurinn er í toppstandi og kostar 31.800 nýr.

Paisté Alpha 18" china. Keyptur nýr úr Tónabúðinni á Akureyri og er í toppstandi. Kostar 16.900 nýr.

Hendi trommustólnum mínum inní þetta líka en hann er Pearl Roadster og kostaði eitthvað um 10.000 kallinn.

Og svo fylgir að sjálfsögðu pedall líka en hann er einnig Pearl og er barasta nokkuð öflugur.

Myndir af settinu finnuru hérna:
http://myndir.bloggar.is/myndir/223/108/45a2d8813c3a0.jpg
http://myndir.bloggar.is/myndir/223/108/45a2d881840a6.jpg
http://myndir.bloggar.is/myndir/223/108/45a2d881cb9a0.jpg

Til að gera örlittla samantekt á þessu öllu saman. Settið kostaði nýtt 180.000 Allir standarnir kosta saman 56.400 og allir diskarnir kosta 107.600. Stóllinn er ekki tekinn með þar sem hann er gamall og ég man hreinlega ekki hvað hann kostaði þannig að hann fer bara frítt með í þetta.

Heildar upphæð er því 344.000……… Ég fékk sjokk þegar ég sá hverso miklum pening ég er búinn að eyða í þetta… allavegana.

Ég ætla að selja þetta allt saman á 170.000 staðgreitt. Tek á móti tilboðum en ég ætla að selja þetta allt í einu lagi og tek ekki við skiptum. Mig vantar peninginn til þess að kaupa mér gítar þannig að ég er ekki til í nein skipti.

Hafið samband hér að neðan, í síma 692-1479 eða þá í tölvupósti eisik@hive.is

At home drawing pictures, of mountain tops, with “him” on top, lemming yellow sun. Arms raised in a “V”………..

Bætt við 9. janúar 2007 - 17:27
Læt þetta á 140.000, vantar nauðsynlega pening !