Ok þannig þú vilt geta skipt á milli clean og tremalo/reverb.
Til þess þarftu A/B takka, það er mjög einfaldur switch sem þú getur jafnvel búið til sjálfur, ég hef smíðað alveg þónokkra svoleiðis (nota A/B mjög mikið, kannski of mikið :P ).
Ef þú vilt kaupa þá koma alveg nokkrir til greina:
- Behringer AB100 fæst í Tónabúðinni á 2.900 kr
- Boss AB-2 fæst í Rín á 4.500 kr
- Boss LS-2 fæst í Rín á 11.000 kr
AB100 frá Behringer er alls ekki slæmur, ég meina þetta eru bara nokkrar snúrur, eyðileggur ekkert sound, ódýr en ég myndi vera efins um hvað hann endist, en það er bara ég.
Boss AB-2 er sniðugur, hann er mjög einfaldur og þægilegur. Einn takki og svo tvö ljós (sem sýnir á hvor rásinni þú ert á).
Boss LS-2 er mjög sniðugur, hann er dýr en hann hefur mun meiri möguleika en hinir tveir, hann er nothæfur sem tveir looperarar, AB-box, ABY box, ABC box og svo mætti lengi telja, hann býður einnig upp á að tengja við hann Daisey Chain (Daisey Chain virkar þannig að þú ert með einn straumbreyti tengt við LS-2 og svo fer snúra úr honum í annan pedal til að gefa þeim pedal rafmagn, minnkar straumbreytanna), en hann er dýr.
Svo geturu líka pantað að utan.
Ef þú ætlar að búa til AB-box sjálfur þá kostar það þig rétt undir 1000 kr.
Bætt við 8. janúar 2007 - 12:32
Já það eru til fleiri en þessir, þetta eru bara þeir sem ég mundi eftir í flýti.