Vitiði hver er besta búðin sem selur góð hljómborð?? Og ef þið vitið um einhver góð hljómborð með gott rock orgel sound og hammond þá endilega látiði mig vita.
Þetta má alveg kosta eitthvað yfir 100.000 kallinn.
Hammond fæst ekki á íslandi en það er búð út í Danmörku sem heitir supersound og þaðan er hægt að fá Hammond :P tekur að vísu slatta tíma og mikið vesen en þeir voru að vísu í fyrsta sinn að senda til íslands þegar orgelleikarinn í hljómsveitinni pantaði sér þannig það tekur kannski minni tíma núna…
Hann talaði einnig við rín um að láta kaupa fyrir sig og þeir reyndu en það var ekkert að ganga
Ég prufaðu Nord í skólanum mínum. Sem kostar víst einhvern 180.000 kall en ég veit því miður ekki hvar hann fékkst. En hann er með mjög flott orgel hljóð en ég veit ekki alveg hvað þetta Hammond dæmi er. En ég mæli með Nord. -
nord electro öruglega það sem þú leitar eftir, hljómborðsleikarinn í hljómsveitinni minni var að fá sér Nord Elecro 2(minnir mig “2”) allavega þá er hann mjög ánægður og er rosalega mikil hljómgæða breyting frá einhverju yamaha hljómborði frá 1700 :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..