Lampamagnari er þannig gerður að hann Á AÐ LITA HLJÓMINN OG GERIR ÞAÐ ALLTAF. Allar breytingar á honum, s.s. að skipta um þétta, viðnám eða lampa, hefur bein áhrif á hljóminn í honum. Spennarnir, þ.e.a.s. inngangs-og útgangsspennarnir hafi hvað mest að segja um hljóminn í magnaranum og má segja að þar gildi þumalputtareglan “því stærra, því betra” ásamt fleiri atriðum. Þannig má líta á að lampamagnarinn sé í raun og veru hljóðfæri í sjálfu sér, framlenging af gítarnum. Gítar og magnari séu þá í sjálfu sér eitt hljóðfæri!
Aðrir magnarar (transistormagnarar, hljóðkerfi, hljómflutningstæki o.s.frv.) eru gerðir til að skila hljómnum sem þeir fá inn í sig NÁKVÆMLEGA EINS ÚT AFTUR nema á miklu meiri styrk. Í slíkum græjum eru “effectar” notaðir til að BÚA TIL ÖÐRUVÍSI TÓN.
“Talking about music is like dancing about architecture”