Ef þú hefðir aðeins kynnt þér málið lengra en bara að horfa á gulrótina hefðirðu komið að því að þessi ókeypis flutningur er aðeins í boði innan Bandaríkjanna (eða hvort að er innan meginlands N-Ameríku).. Þar að auki banna Gibson verslunum að selja gítara milli landa, svo þú þyrftir að panta gítarinn í gegnum ShopUSA, og á þá ekki að skipta máli frá hvaða verslun ´þú pantar hann (nema einhver verslun sé hreinlega að taka sénsinn á því að missa umboðið..)
En Gibson okra svo hrikalega á litlum búðum eins og Rín, að þótt einföldun ShopUSA á útreikningi komi frekar niður á svona dýrri vöru, þá spararðu samt helling miðað við að kaupa hljóðfærið hér heima.