Sælir.

Ég veit að einhverjir hér hafa verslað við sér lampa að utan ég hef nokkrar spurningar til ykkar.

Núna er ég að leita að mjög sjaldgæfum lömpum sem ekki fást hér á landi og ekki í Eurotubes.com (sem ég myndi segja að væri besta lampa net-búðin). Hvaða aðrar búðir á netinu sem eru góðar koma til greina ?

Hvernig er með tolla og svona á lömpum ? (er rukkað eitthvað meira en bara vsk. ?)

Hvernig fæ ég sem mest headroom ur lömpum ? (eða réttar sagt hvaða lampar gefa mér mest headroom ? græjan sem ég er með er með 1x EF86 og 1x 12ax7a á hvorri rás (2rásir)).

Þekkir einhver hérna www.thetubestore.com ? hvernig er þessi verlsun ?

Og svo síðast er ég betur settur með að panta frá einhverju sérstöku landi framm yfir eitthvað annað ? (t.d. að kaupa frá UK í stað þýskalands eða öfugt).

Ég veit að ehar og fleiri geta hjápað mér mikið en ég ákvað frekar að posta þessu hér í stað þess að senda ehar pm, ég er viss um að hér leynast lampa nördar aðrir en ég og ehar. ;)

Fyrir framm þakkir. :)




Bætt við 3. janúar 2007 - 19:01
Já lamparnir sem mig vantar eru EF86 bara svo þið vitið það, þetta eru lampar í formagnara.