Viðnám og mótstaða er sitthvort orðið yfir sama hlutinn. Enska orðið er resistance.
Við samlagningu tveggja eða fleiri viðnáma gildir eftirfarandi:
Séu viðnámin hliðtengd (parallel) leggjast þau saman samkvæmt:
1/Rtotal = 1/R1 + 1/R2
en séu viðnámin raðtengd (serial) leggjast þau einfaldlega beint saman:
Rtotal = R1 + R2
Lögmál Ohms lýsir sambandi rafspennu, viðnáms og rafstraums í rafrás:
U = RI
þar sem U er rafspenna í Voltum, R er viðnám í Ohmum og I er rafstraumur í Amperum.
Síðan er aflið P (í Wöttum) fall af rafspennu og rafstraumi samkvæmt:
P = UI
Ef við síðan setjum lögmál Ohms inn í þessa jöfnu þá fáum við út að aflið er háð viðnáminu:
P = UI = U*U/R (því I = U/R skv. lögmáli Ohms)
Þess vegna er aflið sem hátalarabox eða magnari geta framkallað háð viðnáminu og reyndar einnig rafspennunni.
Allir hlutir hafa viðnám og rafrás í hátalaraboxi er þar engin undantekning. Magnarar eru síðan framleiddir til að keyra box með fyrirfram ákveðið viðnám. Þess vegna þarf viðnám rásarinnar í tilteknu boxi að passa við uppgefið viðnámsgildi magnarans svo óhætt sé að tengja boxið við magnarann án þess að skemma rafrásirnar í magnaranum eða boxinu.
Bassar: Fender Precision Lyte MIJ, Fender Jazz Bass '75 RI CIJ