Snilldargræjur.
Spiderinn fínn æfingamagnari fyrir peninginn. Ekkert svosem meira en það, enda er hann hræódýr, sérstaklega ef þú finnur hann notaðan.
Ég á sjálfur Flextone sem ég nota heimavið og á tónleikum. Það er yndislegt að hafa alla möguleika og effekta sem maður þarf tilbúna í magnaranum svo maður þarf bara að drösla einum 2x12 combo á staðinn í staðinn fyrir humongous lampastæðu og gommu af effektatraðkboxum (fyrir utan það að ég á ekki einu sinni alla þá effekta sem ég vil nota í traðkboxformi).
Vettuna hef ég ekki kynnt mér að neinu ráði, en miðað við reynsluna af Flextoneinum þá get ég ekki ímyndað mér annað en að þetta sé eðal græja. Frekar dýr, svo maður þarf að vega og meta hvort maður er tilbúinn að eyða öllum þessum pening í digital magnara þegar maður er kominn langleiðina upp í verð á fyrsta flokks lampahaus.. Digital er, og verður sennilega aldrei EINS, en þeir komast djöfulli nálægt, og með miklu meiri möguleika í mikið meðfærilegri umbúðum.
Ég veit það að rótarar út um allan heim elska Line6. Og ég líka, hef ekkert nema gott um þessar græjur að segja.