Ég myndi fara í Tónastöðina. Þeir eru með gítara þar frá t.d. Tradition sem er high end af low end þannig að þú ert að fá einna mest fyrir peninginn hérlendis.
Persónulega finnst mér ekki hvetjandi né skemmtilegt að eiga og spila á gítar sem annað hvort heldur ekki stillingu og er innbyrðis falskur og með crappy action (hversu langt strengirnir eru frá fingraborðinu). Ég myndi miða aðeins hærra í fyrsta gítar heldur en bara það ódýrasta af því að ef þú heldur áfram þá verður þú lengur ánægður með fyrsta gítarinn (sem er bæði hvetjandi og skemmtilegt).
1. Þú þarft að kaupa þér gítar sem er næst þeirri tónlistarstefnu sem þig langar til að spila. Óháð þeirri staðreynd að þú þarft að byrja einhversstaðar og þá á einhverjum einföldum lögum sem koma kannski þinni tónlistarstefnu ekkert við… en þegar þú er kominn með grunn-skillz þá verður skemmtilegra að spila á gítarinn í anda þeirrar tónlistarstefnu sem þú aðhyllist.
2. Ég er ekkert endilega á því að maður þurfi að byrja á kassagítar. Það er yfirleitt styttra á milli bandanna og strengjanna á rafmagnsgítar heldur en kassagítar þannig að það getur flýtt fyrir hand-eye coordination auk þess að strengirnir eru yfirleitt ekki eins stífir á rammaxgítar. Það er reyndar til mjög mismunandi sverleiki en ef þú tekur of þunna strengi þá heldur gítarinn síður stillingu og ef þú tekur of þykka strengi þá færðu blöðrur og þegar það er vont að spila á gítar þá er það ekki skemmtilegt né hvetjandi.
3. Það er versta tímabilið fyrir þig að vera að spá í að byrja núna vegna þess að það eru allir svo uppteknir í búðunum að þeir hafa engan tíma til þess að sinna þér og þínum þörfum vegna þess að þú þarft aðeins að spá í þessu. Því betur sem þú ert undirbúinn fyrir kaupin því auðveldara fyrir þig verður að kaupa þér gítar sem endist þér lengur en hálft ár (eða jafnvel styttra).
4. Spáðu aðeins í þessu… byrjaðu á því að velja þér einhvern gítarleikara sem hefur flott sánd… sánd eins og þú myndir vilja hljóma. Skoðaðu hvernig gítar hann er með og hvernig pickuppar eru á gítarnum hans. Er hann með Humbucker-Humbucker (HH), Single coilx3 (SSS) eða blöndu SSH/SH? Viltu hafa gítarinn þungan? Léttan? Skiptir útlitið máli? Allt þetta skiptir máli og eftir því sem þú getur svarað þessu best þá á það eftir að þrengja valið svolítið hjá þér og auðvelda hlutina…
5. Ekki fara í það ódýrasta út af fyrrnefndum ástæðum auk þess að þú færð hærra endursöluverð á gítarnum eftir því sem dýrari hann er, ef þú endist ekki nema í nokkra daga/vikur :)
6. Googla kennslu eins og t.d. svona:
http://www.google.is/search?hl=is&q=%22guitar+lessons%22&btnG=Google+leit&lr=Þarna getur þú fundið eitthvað til að koma þér í gang eins og:
http://www.guitartricks.com/ sem er frítt, þarft bara að skrá þig
http://www.guitarnoise.com/lessons.php sem er líka gagnleg fyrir algjöra byrjendur… (ekki láta auglýsingarnar á miðjum skjánum gabba þig, það er meira fyrir neðan þær)
Svo bara leita… það er endalaust til… til að koma þér í gang a.m.k.