Nú var félagi minn að fá sér gítar. Ég er sjálfur búinn að vera spila á gítar frekar lengi og kann sitthvað, en málið er að ég er ömurlegur kennari. Sérstaklega kannski útaf því ég er að mestu sjálfmenntaður þannig ég hef ekkert gamalt efni frá kennurum.

Hvernig er best að láta hann byrja. Honum langar bara að læra grip og að spila undir lög með gripum og svoleiðis. Eru til einhverjar skemmtilegar og léttar æfingar á netinu til að kenna algjörum byrjenda á gítar ?

kveðja.