Ég er að spá hvort einhver sé að selja gítarbox.

Má vera nánast hvað sem er, þó að það væri náttúrulega toppurinn að fá Orange box(sem ég fæ samt líklegast ekki fyrir peninginn sem ég get lagt í þetta).

Keilustærðir mega vera bæði 10“ og 12”, og ekki er neinn viss fjöldi keilna sem ég leita eftir, né wattafjöldi, en það verður að vera eitthvað yfir 100W.

(Hvað er annars kjörstærð á boxi fyrir 30W Orange Rocker lampamagnara??)

Peningurinn sem ég get lagt í þetta eru bara skitnar 30.000 krónur. Láttu mig samt vita ef þú ert með box sem kostar eitthvað aðeins meira, því ef ég sé eitthvað sem ég er virkilega spenntur fyrir þá væri kannski möguleiki að redda smá pening í viðbót.


Með fyrirfram þökk: Anton Örn.