sko, bara ef þú kannt gripin eða það sem þú ert að gera alveg ofboðslega vel, og kannt textann uppá hár, þá er þetta ekkert mál, og svo eru hljóðfæraleikarar oftast þjálfaðir í að gera sitthvorn hlutinn með höndunum, svo að það ætti ekki að vera erfitt að bæta einhverju væli inn ;P
Það er ekkert mál að strumma eitthvað og syngja á meðan, en ef þú ætlar að vera með einhverja serious spilamennsku á meðan, þá þarftu að vera með tvo heila eins og til dæmis gaurinn í Týr, Devin Townsend eða Michael Åkerfeldt
Ég er ekki góður á gítar en get sungið með mörgum lögum. Þetta er meira bara uppá að æfa lagið vel og sönginn líka, bara í sitthvoru lagi og þá færa þetta saman þegar maður kann þetta uppá hár og getur næstum spilað þetta sofandi, þegar þetta verður svoldið “ósjálfrátt”.
Það er náttúrulega ekki til neinn kóði eða regla yfir þetta og getur í raun enginn gefið þér tips með þetta nema það að þú verður að kunna lagið allveg upp á hár og getur síðan byrjað að humma eitthvað með því.
Síðan geturu fært hummið yfir í söng þá ætti þetta að koma hægt og rólega….byrjaðu á einhverju einföldu….eins og Knocking on Heavens Door með dylan eða about a girl með Nirvana….bæði mjög þægileg lög til að syngja með léttu gítarspili
ég get eiginlega bara sungid og spilað við lög sem að ég er búinn að spila mjög mikið eða bara búinn að venjast mjög vel.. þannig að það hefur virkað fyrir mig bara að spila lögin mjög mikið að bara venja þig á þau
Þetta er allaveganna mín reynsla
eins og hammer smashed face - cannibal corpse .. ég er persónulega búinn að spila þetta lag fáranlega mikið og get núna sungið með því en gat ekki áður fyrr
Ég held að aðalmálið sé að þú sért pottþéttur á rythmanum í laginu og vitir hvernig það á að vera. Ég myndi bara byrja að spila einhver bubba lög og einhver útilegulög og annað slíkt til að byrja með allavega. Byrja bara á þessum auðveldu lögum fyrst og fara síðan út í eitthvað flóknara :)
Maður gat nú ekki spilað og sungið samtímis fyrst (þótt ég geri það nú ekki oft) en ef maður bara æfir sig á einhverjum lögum þá kemur þetta á endanum.
Nei þetta er ekkert nema æfing. Þetta er langt frá því að vera æfing. Ef þú byrjar núna að gaula með því sem þú ert að spila geturðu léttilega gert bæði í einu eftir svona 3 mán.
Prófaðu að byrja t.d. að strumma bara Am í einhverjum rythma og gaula eitthvað með og prófa að hækka og lækka röddina, bæta síðan inn nýjum hljóm og breyta tóninum sem þú syngur, fara síðan í eitthvað Nirvana dæmi, t.d. My girl. Síðan er þetta bara spurning um að kunna hljómana það vel að þú þurfir ekki að hugsa til að gera þá, og að kunna laglínuna og geta sungið hana.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..