Marshall JCM 2000
TSL 602 Stereo Combo
Keypti hann fyrir minna en hálfu ári síðan (Man ekki hvenær nákvæmlega) í góðu ástándi. High-gain stereo Lampamagnari með tveimur 12" keilum, þrjár rásir (Clean, Crunch og Lead), footswitch, fjórum ECC83 pre-amp lömpum og tveimur EL34 lömpum í kraftmögnun. Gott distortion og jafnvel betra clean.
Hef séð svipaðann DSL magnara með einni keilu fara á 70 þús. hérna. Myndi búast við svipaðri upphæð fyrir þennan, en þó er ég mjög opinn fyrir tilboðum.
Síðan er ég með:
Marshall Valvestate 8008 Rack Kraftmagnari
80 Watta stereo kraftmagnari. Powertakki og tvö stilliviðnám fyrir volume á sitthvora rásina og ljós framaná, gæti ekki verið einfaldara. Markmiðið með þessum magnara er að hækka hljóðið án þess að breyta því á nokkurn hátt. Virkar fínt, ekki mikið meir hægt að segja. Fínn til að magna upp hljóð í monitora eða nota með pre-amp sem gítarmagnara til að drífa cabinet.
Keyptur fyrir u.þ.b. ári síðan í góðu ástandi, einusinni notaður síðan. Selst fyrir 7 þús, eða hægt að bjóða í hann.
Staðsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt að ná í mig með hugaskilaboðum, ég skoða þau reglulega.
Bætt við 17. desember 2006 - 18:54
Kominn með boð uppá 75 þús krónur í JCM combóið, en hann verður farinn á fimmtudag ef enginn treystir sér í hærra boð.
“Don't mind people grinning in your face.