Enn og aftur er maður að rekast á það hvað menn hafa roosalega misjafnt álit á hvað er gott og hvað ekki. En skil ég það rétt að þú eigir CS-Signatureinn?? Hef verið að lesa review um hann og menn eru mjög ósammála því að það sé “auðvelt að stilla hann” en það á hins vegar að vera heilagur sannleikur að hann sé “mjög næmur”, amk. flestir sammála um það.
Ég er líka búinn að kíkja á review af Sensitone snerilnum og hann er ekki beint að fá góða einkunn.
Snerlarnir sem ég hef verið að skoða í þeirri röð sem þeir eru rate-aðir inná musician's friend (kannski ekki besta heimildin en samt):
1. (9.36) Pearl Ultracast Cast Aluminum
2. (9.26) Pearl Chad Smith Signature (reviewin eru þó mjööög misjöfn)
3. (9.18) Pearl JJordison Signature (nokkuð þétt, solid average einkunn)
4. (8.71) Pearl 2002 Sensitone Classic 2
Svo er náttúrulega hægt að fara uppí Reference en ég held að það sé orðin of dýr fjárfesting fyrir mig :o/ Annars er ég að spá í að skella mér á JJ Signature eða Ultracast (ef ég á nægan pening).