Mín reynsla hefur sýnt mér að þeir sem fara að spila í hljómsveit með gaurum sem eru aðeins betri en maður sjálfur skilar bestum árangri.
Kannski áttu samt ekki séns á að komast í hljómsveit sem þú vilt þannig ég mæli með að þú leitir í hljóðfæraskólunum.
Ég spila á trommur, bassa, gítar og píanó og fór síðast í hljóðfæranám fyrir 11 árum síðan og þá var ég búinn að æfa í 1 og hálft ár og það var á píanóið, sem ég kann minnst á núna.
Bætt við 14. desember 2006 - 18:06
Og þess má geta að ég var session gítarleikari hjá Lödu Sport m.a. og hef verið að spila inná plötur hjá hljómsveitir og spilað í 2 hljómsveitum sem ég hef stofnað sjálfur. :)
Þannig að í raun skiptir mestu máli fyrir þig að fá bara nýtt og erfiðara efni til að spila til að æfa þig í, setja sér markmið sem eru miklu erfiðari en þú telur þig geta og reyna svo þar til þér tekst það. :)
Bara æfa sig og stigmagna erfiðleikann, þá verðuru betri og betri. :)