Var að spila með gítar í bassamagnara, rétt að æfa einstöku sinnum. Setti distortion á og stillti mjög hátt, það þarf enginn að segja mér að það hafi verið vond hugmynd :(
Núna er hljóðið sem kemur úr magnaranum þegar ég er að spila með bassanum í hann frekar lélegt eins og það sé smá dist á, ef ég set bass í fullt og volume í helming kemur hræðilegt sound.
Magnarinn kostar 20-30þ kr. nýr, var að velta því fyrir mér hvort það ég þurfi að skipta um keilu og myndi það borga sig ?