Ég hef verið að pæla undanfarið hvort það séu ekki dálítið margir Akureyringar þarna úti sem vantar almenninlega kennara á trommusett. Hvort fólk væri til í að reyna að gera undirskriftarlista og skora á Akureyrarbæ að bæta eitthvað úr þessu og reyna að stofna rokkkennsludeild í tónlistarskólanum eða eitthvað álíka. Hvað segir fólk við þessari hugmynd? Verst að ég veit ekki hvernig á að gera svona undirskriftarlista á netinu.
Bætt við 3. desember 2006 - 20:42
Það er nefninlega þannig að trommukennarinn sem er í Tónlistarskólanum núna er bara eitthvað að reyna að stofna einhverja bandaríska lúðrarsveitar trommusveit og kennir bara á sneriltrommuna.